Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. nóvember 2019 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Gísli Martin í Aftureldingu (Staðfest)
Gísli Martin Sigurðsson er mættur í Aftureldingu
Gísli Martin Sigurðsson er mættur í Aftureldingu
Mynd: Heimasíða Aftureldingar - Raggi Óla
Knattspyrnudeild Aftureldingar staðfesti í dag komu Gísla Martins Sigurðssonar frá Breiðabliki. Hann gerir tveggja ára samning við félagið.

Gísli Martin er uppalinn hjá Blikum en var á láni hjá Njarðvík í Inkasso-deildinni í sumar þar sem hann spilaði 13 leiki en hann spilaði þá með ÍR tímabilið á undan.

Hann er 21 árs gamall bakvörður en hann hefur æft með Aftureldingu síðustu daga og spilaði æfingaleik með liðinu á föstudag .
Gísli gerir tveggja ára samning við Aftureldingu en liðið hafnaði í 8. sæti Inkasso-deildarinnar með 23 sig.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Afturelding fær síðan Magnús Már Einarsson tók við þjálfun liðsins en Enes Cogic mun aðstoða hann á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner