Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 25. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zouma búinn í aðgerð á hné
Mynd: EPA

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma, leikmaður West Ham, er búinn í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í tapi gegn Leicester.


Leikurinn gegn Leicester var sá síðasti fyrir HM hlé og munu Hamrarnir sakna Zouma í jólatörninni.

Hinn 28 ára Zouma er lykilmaður í varnarleik West Ham og er búinn að spila 15 leiki á tímabilinu.

Hann fór í fréttirnar í sumar þegar myndband af honum að misþyrma köttunum sínum og hlæja var lekið í fjölmiðla. Áhorfendur baula á Zouma en hann virðist einungis styrkjast við það og hefur reynst ansi drjúgur fyrir sína menn.

West Ham óskaði Zouma góðs bata með yfirlýsingu en greindi ekki frá því hversu langan tíma það tæki varnarmanninn að ná sér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner