þri 18. nóvember 2025 13:20
Kári Snorrason
Gallagher ósáttur hjá Atlético
Mynd: EPA

Conor Gallagher er óánægður með takmarkaðan spiltíma hjá Atlético Madrid en segir sjálfur ánægður í Madríd og stefnir á að brjóta sér aftur leið inn í liðið á komandi vikum.

Gallagher gekk til liðs við Atlético í fyrra frá Chelsea, en á síðustu vikum hefur hann verið orðaður við Manchester United og möguleg skipti þangað í komandi janúarglugga.


„Ég er ekki sáttur. Ég held að enginn sé sáttur ef hann fær ekki að spila eins mikið og hann myndi vilja, en ég mun halda áfram að leggja mig fram til að hjálpa liðinu þegar ég fæ tækifæri og vonandi koma fleiri tækifæri til að vera í byrjunarliðinu.“

Ég er mjög ánægður hér. Markmið mitt er að vinna titla með Atleti og ég vil fá stærra hlutverk í liðinu. Ég ætla að halda áfram að leggja mig allan fram til að spila fleiri mínútur og að hjálpa liðinu,” sagði sá enski að lokum.


Athugasemdir
banner