Thelma og Arna eftir landsleikinn gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Arna varð bikarmeistari með norska liðinu Vålerenga um helgina.
„Við erum að sjá á eftir hverjum frábæra leikmanninum á fætur öðrum, en þetta er staðurinn sem við viljum vera á, það er frábært að við séum, allavega kvennamegin, komin á þennan stað," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net.
Thelma Karen Pálmadóttir var í síðustu viku keypt til sænsku meistaranna í BK Häcken frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hún er leikmaðurinn sem FH selur út á þessu ári en fyrr á árinu voru þær Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Arna Eiríksdóttir seldar frá félaginu.
Það er ljóst að Thelma Karen er einn allra dýrasti leikmaður kvennaboltans. Í fyrra varð Fanney Inga Birkisdóttir sú dýrasta en Valur seldi landsliðsmarkvörðinn til Häcken eftir tímabilið 2024. Kaupverðið var samkvæmt heimildum Fótbolta.net um 12 milljónir króna.
Thelma Karen er fædd árið 2008 og þykir mikið efni, hún var valin sú efnilegasta í Bestu deildinni í ár og lék sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði. Það hefur verið hvíslað um það að hún gæti núna verið orðin sú dýrasta sem seld hefur verið frá Íslandi. Davíð var spurður út í það.
Thelma Karen Pálmadóttir var í síðustu viku keypt til sænsku meistaranna í BK Häcken frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hún er leikmaðurinn sem FH selur út á þessu ári en fyrr á árinu voru þær Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Arna Eiríksdóttir seldar frá félaginu.
Það er ljóst að Thelma Karen er einn allra dýrasti leikmaður kvennaboltans. Í fyrra varð Fanney Inga Birkisdóttir sú dýrasta en Valur seldi landsliðsmarkvörðinn til Häcken eftir tímabilið 2024. Kaupverðið var samkvæmt heimildum Fótbolta.net um 12 milljónir króna.
Thelma Karen er fædd árið 2008 og þykir mikið efni, hún var valin sú efnilegasta í Bestu deildinni í ár og lék sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði. Það hefur verið hvíslað um það að hún gæti núna verið orðin sú dýrasta sem seld hefur verið frá Íslandi. Davíð var spurður út í það.
Allir sammála um að þetta væri rétta skrefið
„Ég veit ekki hvað önnur félög hafa verið að fá fyrir leikmennina sína. Í okkar augum var þetta sanngjarnt endurgjald. Samningarnir í dag eru þannig að þeir eru eitthvað frammistöðutengdir og slíkt og prósentur í framtíðinni. Maður veit ekki alveg hvernig félög reikna það þegar þau keppast um að segjast vera með dýrasta leikmanninn. Eina sem ég veit er að þetta var upphæð sem okkur fannst sanngjörn og þessar viðræður gengu hratt og örugglega fyrir sig," segir Davíð.
„Við erum ánægð fyrir hönd leikmannsins, erum ánægð með endurgjaldið og við erum að sjálfsögðu stolt af því að við séum að selja þriðja leikmanninn á þessu ári. Á sama tíma erum við dálítið leið yfir því að missa einn af okkar allra bestu leikmönnum."
FH virðist spá í því hvort að félagið sem FH selur leikmanninn til passi vel fyrir leikmanninn.
„Við reynum að gera það, okkur finnst það skipta dálítið miklu máli. Maður er í sambandi við leikmanninn og oft við foreldra eða forráðamenn líka. Í þessu tilviki fannst mér það samband vera frábært, allir voru sammála um að þetta vera rétta skrefið fyrri hana. Maður vill að þetta þróist þannig að þetta sé rétta skrefið fyrir leikmanninn, að hún fái tækifæri til að bæta sig ennþá frekar. Häcken er alveg firnasterkt lið, en það er líka þekkt fyrir að spila ungum leikmönnum og vera líka þróunarklúbbur, en á hærra stigi en við erum."
Stöðugleiki á þjálfaramálum og hæfileikaríkir leikmenn
Hvernig fer FH að því að selja þrjá leikmenn erlendis á þessu ári?
„Það er búinn að vera mikill stöðugleiki hjá okkur hvað varðar þjálfara í yngri flokkum kvenna. Það er mjög gott samstarf milli meistaraflokks og alveg alla leið niður flokkana. Það var ákvörðun tekin fyrir einhverju síðan að við myndum reyna byggja þetta upp þannig að ungir leikmenn fengju tækifæri þegar þjálfararnir teldu þær tilbúnar í slaginn. Ég held að það sé aðalatriðið, ásamt því að við höfum verið mjög heppin að hafa fengið upp rosalega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum sem eru með X-faktora í sínum leik og eru tilbúnar að leggja mjög mikið á sig."
„Thelma er með hraða sem þú finnur mjög sjaldan á Íslandi, hún er búin að vera mjög samviskusöm og eljusöm í því að bæta þá hluta leiksins sem hún þurfti að bæta. Í fyrra skoraði hún lítið og var með lítið af stoðsendingum, en hún náði að bæta þann hluta leiksins ótrúlega mikið. Fyrsta snertingin hjá henni var orðin miklu betri og hún var orðin miklu rólegri þegar hún komst í gegn."
Munu skoða styrkingar
Þarf FH að fá inn leikmenn í staðinn, eða eru næstu leikmenn klárir?
„Við þurfum að skoða það, við misstum Örnu og Elísu þegar tímabilið var ennþá í gangi og við gátum ekki brugðist við því þar sem glugginn okkar var lokaður. Það voru mjög stór skörð sem þær skildu eftir sig, en við náðum samt að halda sjá og enduðum í 2. sæti. Ég tel samt að við hefðum kannski náð að gera aðeins meiri atlögu að Breiðabliki ef þær hefðu verið áfram. Núna missum við Thelmu og við munum reyna bæta við leikmönnum."
„Að því sögðu erum við með leikmenn sem fengu alveg ágætis tækifæri núna í sumar og sýndu að þær voru alveg traustsins verðar. Við vonumst til að þær geti tekið ennþá stærra hlutverk á næsta ári. Svarið er blanda af báðu, munum klárlega skoða að styrkja liðið, en við erum líka með leikmenn sem eru tilbúnir að taka á sig stærra hlutverk. Ef við erum að fara bæta við okkur leikmönnum, þá þurfum við að vera nokkuð viss um að þeir leikmenn geti bætt okkur."
Allt í lagi að þjálfarinn setji kröfur á stjórn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fór í áhugavert viðtal í Bestu mörkunum á SÝN Sport í lok tímabils. Hann sagði að til þess að stíga upp í síðustu tröppuna þurfi að spýta í lófana.
„Við sem þjálfarar getum bara gert svo og svo mikið, stjórn FH þarf að stíga með okkur það skref. Ég held að við höfum hámarkað það sem við vorum með í höndunum. Það verður að koma í ljós núna hvort að stjórnin sé með okkur í þessu, við bræður (Hlynur Svan Eiríksson er í teymi með Guðna bróður sínum) erum algjörlega þar að ef stjórn er ekki til í að bakka okkur upp í að fara upp í þessa tröppu, þá förum við að endurskoða hlutina," sagði Guðni m.a.. Í viðtalinu sagði Guðni að vegferðin hjá FH væri á fjórða ári af fimm. „Það að taka skrefið gerist ekki bara með viljanum, það þarf aðeins að spýta í."
Davíð var spurður út í þessi ummæli Guðna.
„Mér finnst allt í lagi að þjálfarar sem hafa náð góðum árangri vilji taka næsta skref, það er alveg rétt hjá honum að við vorum einu þrepi frá því að verða meistarar. En að sama skapi erum við með ákveðna hugmyndafræði hvernig við viljum gera hlutina og það gekk mjög vel í sumar."
„Við munum halda áfram á þeirri leið. Við viljum vera félag sem spilar á ungu liði, viljum halda áfram að vera með pláss fyrir unga og efnilega leikmenn sem koma upp úr yngri flokkunum okkar, við viljum vera félag sem getur lokkað til sín unga og efnilega leikmenn frá öðrum félögum sem finnst spennandi að koma inn í okkar umhverfi. Það mun ekkert breytast og ég held að Guðni sé alveg sammála mér í því að þessi stefna hefur heppnast vel, við höfum tekið skref fram á við á hverju einasta ári. Það er planið að halda áfram að taka skref fram á við. Hvort sem það endar á því að við náum að vinna mótið á næsta ári, eftir þrjú ár, eftir fimm ár, það fyrir mér er það ekki alveg aðalatriðið. Fyrir mér er aðalatriðið að við höldum áfram að styrkja starfið hérna og haldið áfram að vera sá klúbbur þar sem hvað jákvæðasta umtalið er kvennamegin," segir Davíð.
Athugasemdir



