Staða Arne Slot hjá Liverpool hefur verið umræðuefni í mörgum íþróttaþáttum eftir að liðið tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest en það var sjötta tap liðsins í sjö úrvalsdeildarleikjum.
Sparkspekingar breska ríkisútvarpsins ræddu um stöðu Slot.
Sparkspekingar breska ríkisútvarpsins ræddu um stöðu Slot.
„Þetta hefur verið nokkurskonar hrun hjá Liverpool. Það þætti skrítið eftir að hafa unnið úrvalsdeildina á síðasta tímabili að enda með því að reka stjórann, en þetta er að komast á það stig að ef þetta heldur svona áfram þá er ekki hægt að útiloka það," segir Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni.
Rory Smith íþróttafréttamaður hjá The Observer segir að titillinn kaupi tíma fyrir Slot og að fráfall Diogo Jota geri tímabilið virkilega erfitt.
„Liverpool stærir sig af því að ana ekki að neinu og vera með heildarmyndina í huga. En það kemur að því stigi þegar þú tapar mörgum leikjum að staða þín verður viðkvæm. Ég tel að við séum ekki komin að því stigi ennþá en Slot fær ekki friðhelgi frá umræðunni. Stóra málið er að ég er ekki viss um að hann viti hvernig eigi að leysa vandamálið. Það er áhyggjuefni," segir Smith.
„Ég var á leiknum gegn Forest og mér fannst fólk byrjað að efast. Ég held að þolinmæði fólks sé ekki óendanleg. Þetta var frekar svekkjandi tap."
Athugasemdir



