Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 16:34
Elvar Geir Magnússon
Arteta boðberi jákvæðra tíðinda
Viktor Gyökeres gæti snúið aftur um næstu helgi.
Viktor Gyökeres gæti snúið aftur um næstu helgi.
Mynd: EPA
Meiðslalisti Arsenal er heldur betur að styttast en Mikel Arteta var með jákvæðar fréttir á fréttamannafundi núna síðdegis.

Arsenal tekur á móti Bayern München á morgun, í viðureign tveggja efstu liða Meistaradeildarinnar. Bæði lið eru með fullt hús.

Arteta segir að Noni Madueke og Gabriel Martinelli gætu mögulega báðir tekið þátt í leiknum. Þá sé hugsanlegt að fyrirliðinn Martin Ödegaard geti spilað en hann var nálægt því að ná leiknum gegn Tottenham.

„Ég er á leiðinni á fund varðandi Martin. Hann var mjög nálægt því að geta tekið þátt í síðasta leik svo við erum vongóðir um að hann geti verið í hóp á morgun," segir Arteta.

Þá eru Viktor Gyökeres og Kai Havertz einnig að snúa aftur.

„Staðan á þeim er góð. Þeir fara í skoðun á næstu dögum. Það er möguleiki á að þeir snúi aftur um næstu helgi eða þar á eftir," segir Arteta og bætti við að Gabriel Jesus færist einnig nær endurkomu. Það væri stutt í að hann færi að banka á dyrnar.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner