Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 11:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn yfirgefur Keflavík (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir 15 ár í Keflavíkurtreyjunni er komið að kaflaskilum hjá fyrirliðanum okkar Kristrúnu Ýr," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm hefur ákveðið að yfirgefa Keflavík og halda á önnur mið.

Hún er fædd árið 1995 og á að baki 273 leiki, alla með Keflavík, og hefur í þeim skorað 13 mörk.

Hún var orðuð í burtu frá félaginu í fyrra en hélt þá tryggð við félagið.

„Kristrún hefur um árabil verið lykilleikmaður félagsins og er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur í kvenna knattspyrnu. Hún hefur spilað með félaginu í rúm 15 ár og hefur verið sannur leiðtogi, sýnt félaginu tryggð og átt farsælan feril. Við viljum þakka Kristrúnu innilega fyrir ómetanlegt framlag hennar bæði innan vallar sem utan," segir í tilkynningu Keflavíkur.
Athugasemdir
banner
banner