Meðal leikja kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er viðureign Noregsmeistara Bodö/Glimt og ítalska stórliðsins Juventus.
Juventus hefur enn ekki unnið leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili, er með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Liðið þarf á sigri að halda til að vera í baráttunni um að komast áfram.
Juventus hefur enn ekki unnið leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili, er með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Liðið þarf á sigri að halda til að vera í baráttunni um að komast áfram.
Bodö/Glimt spilar á Aspmyra-leikvangnum og leikmaður liðsins, Jens Petter Hauge sem er fyrrum leikmaður AC Milan, varar Juventus við því að liðið eigi erfiðan leik framundan.
„Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er að spila á okkar heimavelli; 8 þúsund magnaðir og ástríðufullir stuðningsmenn, hiti við frostmark, vindur sem sker yfir völlinn og gervigras. Og jafnvel snjór líka," segir Hauge.
„Hérna getur hvaða lið sem er lent í vandræðum; spyrjið bara Lazio eða Roma og það eru ekki einu liðin sem hafa kynnst því."
Hauge er landsliðsmaður Noregs, sem vann Ítalíu tvisvar í undankeppni HM og tryggði sér beint sæti á HM með því að vinna riðilinn. Ítalía þurfti að sætta sig við annað sætið og umspil.
Athugasemdir


