Það vakti athygli í síðustu viku þegar sagt var frá því í Dr. Football að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val í KR.
Fótbolti.net óskaði eftir viðbrögðum frá Jónatan í kjölfar fréttar sem skrifuð var upp úr Dr. Football en Jónatan kaus að tjá sig ekki. Sólarhring síðar tjáði hann sig við Vísi og sagði þetta ekki rétt, hann hafi aldrei sagt neinum að hann vilji fara í KR. Formaður fótboltadeildar Vals, Björn Steinar Jónsson, sagði eftirfarandi:
„Ég held að það sé ekkert til í þessu. Við könnumst ekkert við þetta og ég veit ekki hvaðan þetta kemur."
Þetta var til umræðu í Útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Fótbolti.net óskaði eftir viðbrögðum frá Jónatan í kjölfar fréttar sem skrifuð var upp úr Dr. Football en Jónatan kaus að tjá sig ekki. Sólarhring síðar tjáði hann sig við Vísi og sagði þetta ekki rétt, hann hafi aldrei sagt neinum að hann vilji fara í KR. Formaður fótboltadeildar Vals, Björn Steinar Jónsson, sagði eftirfarandi:
„Ég held að það sé ekkert til í þessu. Við könnumst ekkert við þetta og ég veit ekki hvaðan þetta kemur."
Þetta var til umræðu í Útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Það yrði katastrófa fyrir Val ímyndarlega að missa Jónatan Inga Jónsson, Valur getur ekki misst svona leikmann yfir í KR. Ásýndin fyrir Val að missa einn af sínum bestu leikmönnum, úr Val sem endaði í 2. sæti yfir í KR sem endaði í 10. sæti, gengur ekki upp," sagði Tómas Þór Þórðarson.
KR var nálægt því að falla úr Bestu deildinni í ár, en bjargaði sér með útisigri gegn Vestra í lokaumferðinni. Rætt var um að Jónatan myndi ekki vilja fara í lið sem var nálægt því að falla.
„KR féll ekki og ég trúi ekki öðru en að KR ætli sér að spýta í lófana, þjálfarinn gerir bara ákveðið mikið, það þarf lið inn á vellinum ef það á að gera eitthvað. Þetta er KR og þá finnst mér ekki ólíklegt ef þeir eru að reyna við stóra bita," sagði Valur Gunnarsson.
Jónatan Ingi er 26 ára og er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.
Athugasemdir



