Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Theodór Elmar ekki lengur hjá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason er ekki lengur aðstoðarþjálfari KR. Hann staðfestir það í samtali við Fótbolta.net í dag.

Elmar er uppalinn KR-ingur sem fór ungur að árum út í atvinnumennsku og var í 17 ár erlendis sem atvinnumaður áður en hann sneri aftur heim árið 2021 og spilaði í þrjú og hálft ár með KR áður en hann lagði skóna á hilluna.

Hann var aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar á liðnu tímabili og var auk þess með 2. flokkinn.

„Ég tók að mér annað starf, ætla taka mér smá pásu frá fótbolta, prófa eitthvað nýtt í fyrsta skiptið," segir Elmar sem starfar í dag í Hagaskóla.

„Ég hafði mjög gaman af þessu í sumar, mjög skemmtilegir strákar bæði í 2. flokknum og meistaraflokknum. Skemmtilegir hópar og skemmtileg reynsla, en mér fannst komið smá nóg af fótboltanum. Það var ekkert sem gerðist eða neitt, en ég fékk ekki alveg þessa 'all-in' tilfinningu sem maður þarf að hafa ef maður ætlar að vera í þessu."

„Hugsunin er prófa annað og sjá hvort að þessi tilfinning komi aftur, fótboltinn hefur verið lífið mitt frá því að ég var krakki, það væri gaman ef tilfinningin kemur aftur, en ef ekki þá bara finnur maður eitthvað annað og gerir það,"
segir Elmar.

Hann er 38 ára og lék í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og í Grikklandi á sínum atvinnumannaferli. Hann lék þá 41 landsleik og skoraði eitt landsliðsmark. Hann var hluti af EM hópnum og lagði eftirminnilega upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason gegn Austurríki á EM.
Athugasemdir
banner
banner