Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd og Chelsea með augastað á leikmanni Leipzig
Skoraði í stórsigri Þýskalands gegn Slóvakíu.
Skoraði í stórsigri Þýskalands gegn Slóvakíu.
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester United eru á meðal félaga sem fylgjast með hinum efnilega Assan Ouedraogo sem spilar með RB Leipzig. Það er Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi sem greinir frá.

Ouedraogo er 19 ára miðjumaður sem hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fjögur í tólf leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Hann var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með því að vera valinn í þýska landsliðið og lék fyrr í þessum mánuði sinn fyrsta landsleik þegar Þýskaland mætti Slóvakíu og skoraði Ouedraogo í leiknum.

Það er talið mjög ólíklegt að hann fari í janúar, einbeitingin er öll á RB Leipzig og markmiðið að vera í HM hópnum næsta sumar.

Fleiri úrvalsdeildarfélög eru með augu á Ouedraogo sem var áður gjaldgengur í landslið Búrkína Fasó þar sem foreldrar hans eru þaðan.

Ekkert riftunarákvæði er í samningi hans og líklegra er að hann færi sig um set næsta sumar þegar önnur félög hafa náð að fylgjast með honum í lengri tíma.

Hann var á láni hjá Schalke á síðasta tímabili, skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 17 leikjum í næstefstu deild Þýskalands.
Athugasemdir
banner