Stefán Ingi Sigurðarson skoraði um helgina sitt fjórtánda og 15. mark í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Sandefjord vann 2-6 stórsigur á Strömsgodset.
Stefán Ingi er í markakóngsbaráttunni við tvo leikmenn sem hafa skorað 17 og 18 mörk á tímabilinu en fékk ekki að klára leikinn, honum var skipt af velli á 77. mínútu.
Það sem Stefán hefur fram yfir þá Kasper Högh og Daniel Karlsbakk er að ekkert af hans mörkum hefur komið úr vítaspyrnu.
Stefán Ingi er í markakóngsbaráttunni við tvo leikmenn sem hafa skorað 17 og 18 mörk á tímabilinu en fékk ekki að klára leikinn, honum var skipt af velli á 77. mínútu.
Það sem Stefán hefur fram yfir þá Kasper Högh og Daniel Karlsbakk er að ekkert af hans mörkum hefur komið úr vítaspyrnu.
Fyrir frammistöðu sína var hann valinn í lið vikunnar hjá NTB í sjötta sinn á tímabilinu og var sömuleiðis í liði vikunnar hjá Sofascore, var þar efstur í einkunnagjöf með 9,3 í einkunn fyrir frammistöðu sína.
Stefán hefur verið orðaður í burtu frá Sandefjord og var nálægt því að fara til Djurgården í Svíþjóð undir lok síðasta glugga. Það má teljast líklegt að hann færi sig um set í næsta glugga.
Ein umferð er eftir af norsku deildinni, Sandefjord tekur á móti KFUM Oslo í lokaumferðinni um næstu helgi.
Athugasemdir


