Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 11:37
Elvar Geir Magnússon
Uppskar lófaklapp í klefanum eftir afsökunarbeiðnina
Idrissa Gueye fær rauða spjaldið.
Idrissa Gueye fær rauða spjaldið.
Mynd: EPA
Idrissa Gueye fékk lófaklapp frá liðsfélögum sínum í Everton eftir að hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í sigrinum gegn Manchester United.

Gueye var fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að fá rautt fyrir átök við samherja í sautján ár þegar hann sló Michael Keane á 13. mínútu. Tíu gegn ellefu stærstan hluta leiksins barðist Everton liðið hetjulega og vann 1-0 útisigur.

Gueye vildi ræða við liðsfélaga sína í hálfleik en fékk það ekki. Eftir leikinn bað hann menn afsökunar, og þá sérstaklega Keane. Hann bað liðið afsökunar á að hafa skilið það eftir í svona erfiðri stöðu en þakkaði þeim fyrir að klára verkefnið með sóma.

Afsökunarbeiðninni var vel tekið, enda leikmenn í skýjunum eftir sigurinn, og það var klappað rækilega.

Gueye baðst einnig afsökunar á samfélagsmiðlum en hann fer í þriggja leikja bann og missir af leikjum gegn Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner