Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. janúar 2020 13:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ashley Young lagði upp en það dugði skammt
Young fagnar með Lautaro Martinez.
Young fagnar með Lautaro Martinez.
Mynd: Getty Images
Inter 1 - 1 Cagliari
1-0 Lautaro Martinez ('29 )
1-1 Radja Nainggolan ('78 )
Rautt spjald: Lautaro Martinez, Inter ('90)

Ashley Young var að klára sinn fyrsta leik með Inter eftir félagaskipti sín frá Manchester United. Hinn 34 ára gamli Young var ekki lengi að láta til sín taka.

Hann lagði upp mark á 29. mínútu fyrir Argentínumanninn Lautaro Martinez gegn Cagliari. Hann átti fyrirgjöf sem Martinez skallaði í netið. Það var eina mark fyrri hálfleiksins.

Það mark dugði þó ekki til sigurs því Radja Nainggolan jafnaði á 78. mínútu. Hann langskot sem fór af Alessandro Bastoni, varnarmanni Inter, í stöngina og inn. Nainggolan er í láni hjá Cagliari frá Inter þannig að þetta svíður eflaust mikið fyrir Inter-menn.

Lokatölur voru 1-1. Inter er í öðru sæti, þremur stigum frá Juventus sem á leik til góða gegn Napoli í kvöld. Cagliari er í sjötta sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner