Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 26. janúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Líkurnar á að West Ham haldi Rice aukast
Enskir fjölmiðlar telja að brottrekstur Frank Lampard frá Chelsea í gær auki möguleika West Ham á að halda miðjumanninum Declan Rice.

Frank Lampard er mikill aðdáandi Rice og var drifkrafturinn á bak við áhuga Chelsea á leikmanninum. Talið er að Chelsea hafi nú ekki lengur áhuga á honum.

Rice er fyrsta nafnið á blað hjá David Moyes, stjóra West Ham, sem hefur sagt að það þurfi gríðarlega upphæðir til að félagið hlusti á tilboð í leikmanninn.

Enskir fjölmiðlar telja að það þurfi minnst 70 milljónir punda til að West Ham hlusti á tilboð í Rice.
Athugasemdir
banner
banner