Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   fim 26. mars 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
FIFA skoðar breytingar á félagaskiptaglugganum
FIFA er að skoða að breyta dagsetningum á félagaskiptaglugganum í sumar vegna kórónuveirunnar.

Keppni er stopp í deildunum í Evrópu og óljóst er hvenær boltinn fer að rúlla á nýjan leik.

Forráðamenn stærstu deilda í Evrópu vilja klára deildarkeppnirnar fyrir 30. júní en þá renna margir leikmenn út af samningi.

Viðræður hafa verið í gangi um það hvort hægt sé að breyta samningum leikmanna.

Félagaskiptaglugginn opnar 10. júní í Englandi og lokar 31. ágúst en FIFA skoðar nú hvort að eigi að fresta opnun gluggans eða lengja gluggann á þessu ári.
Athugasemdir
banner