Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool stefnir á að láta leikmenn æfa saman á netinu
Leikmenn Liverpool halda sér sjálfir í formi þessa dagana.
Leikmenn Liverpool halda sér sjálfir í formi þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool hafa undanfarnar tvær vikur æft sjálfir heima hjá sér eftir að æfingasvæði félagsins var lokað vegna kórónaveirunnar.

Ljóst er að æfingasvæðið verður lokað áfram næstu vikurnar og félagið ætlar að bregðast við á næstunni með því að láta leikmenn æfa á sama tíma og þeir geti verið í sambandi í gegnum myndbandsforritið Zoom.

Leikmenn geta þá spjallað saman í kringum æfinguna og séð myndbönd af hvor öðrum í gegnum sjónvarp eða snjallsíma.

Þjálfarar Liverpool hafa fylgst með æfingum sem leikmenn gera heima hjá sér og passa upp á að leikmenn haldi sér í góðu líkamlegu formi. Leikmenn hafa einnig fengið send myndbrot úr leikjum í vetur sem þeir eiga að horfa á.

Næringarfræðingur á vegum Liverpool passar síðan upp á matinn sem leikmenn borða og sumir leikmenn fá reglulega sendan mat heim frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner