Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Chamakh leggur skóna á hilluna - Ætlar að gerast þjálfari
Mynd: Getty Images
Marokkóski framherjinn Marouane Chamakh tilkynnti í samtali við BeIN Sports að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Hann segist ætla að ljúka þjálfararéttindum og gerast knattspyrnustjóri.

Chamakh er 35 ára gamall og var mikilvægur hlekkur í liði Bordeaux áður en hann hélt til Arsenal sumarið 2010. Hann fann sig ekki í enska boltanum þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri hjá West Ham, Crystal Palace og Cardiff.

Chamakh vann það sér helst til frægðar að vera með sérstaka hárgreiðslu en það var í tísku hjá stuðningsmönnum Arsenal og síðar Crystal Palace að gera grín af honum, hárgreiðslunni hans og þeim óbilandi metnaði sem hann sýndi í viðtölum.

Chamakh gerði 18 mörk í 65 landsleikjum fyrir Marokkó. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 15 mörk í 103 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner