Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. maí 2019 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Allt í rugli hjá Íslandsmeisturunum
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn skoraði sigurmark Blika.
Andri Rafn skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Kolbeinn Birgir skoraði fyrir Fylki.
Kolbeinn Birgir skoraði fyrir Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar jöfnuðu í tvígang.
FH-ingar jöfnuðu í tvígang.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er heldur betur í vandræðum í Pepsi Max-deildinni og hægt er að spyrja sig hvort þriðji Íslandsmeistaratitilinn í röð sé nú þegar kominn úr augsýn.

Valur tók á móti Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Vals eftir að félagið losaði sig við Gary Martin.

Sjá einnig:
„Gary Martin ekki einn vandamálið hjá þessu liði"

Blikar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum að Hlíðarenda í kvöld og máttu Valsmenn þakka landsliðsmarkverðinu Hannesi Þór Halldórssyni fyrir að lenda ekki undir. Blikar máttu þó líka telja sig heppna því svo virðist sem löglegt mark hafi verið tekið af Val. Það voru tvö mörk tekin af Val í fyrri hálfleiknum og var það seinna mögulega vitlaust líka.

Staðan var markalaus í leikhléi. Á 77. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var það Andri Rafn Yeoman sem skoraði það.

„Blikar komnir yfir! Hendrickx með fyrirgjöf sem Orri hefði getað sparkað í burtu en hann hikar og boltinn fer á Höskuld sem leggur hann út á Brynjólf. Hannes ver frá Brynjólfi en Andri Rafn er mættur í fylginguna og skorar! Afleitt hjá Orra," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Íslandsmeistararnir náðu ekki að svara þessu og lokatölur því 1-0 fyrir Breiðablik. Undir lok leiksins fékk Kristinn Freyr Sigurðsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, að líta beint rautt spjald fyrir heimskulega tæklingu.

Annað tap Vals í röð og er liðið aðeins með einn sigur úr fyrstu sex deildarleikjunum. Ótrúlegt! Valur er 12 stigum á eftir toppliði ÍA í tíunda sæti.


Breiðablik er hins vegar aðeins þremur stigum á eftir ÍA í öðru sæti deildarinnar.

Fylkir gerði jafntefli við FH
Leikur Fylkis og FH í Árbæ hófst á sama tíma og leikur Vals og Breiðabliks. Þar enduðu leikar með jafntefli.

Kolbeinn Birgir Finnsson, sá efnilegi leikmaður, opnaði markareiking sinn í sumar þegar hann kom Fylki yfir á 11. mínútu. „Fylkismenn snéru vörn í sókn, Hákon Ingi gerði vel sendi boltann á Kolbein Birgi sem gerði einnig vel. Skot utan teigs í fjærhornið," sagði Arnar Daði í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.


FH-ingar voru ekki lengi að svara og var það bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson sem gerði það. Eftir fjörugan fyrri hálfleik var staðan jöfn, 1-1.

Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik kom reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson Fylki í 2-1 með marki af nærstönginni eftir hornspyrnu. En eins og í fyrri hálfleiknum var forystan ekki langlíf. Brandur Olsen jafnaði tveimur mínútum síðar.

Bæði lið áttu tilraunir til að vinna leikinn en ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 2-2 í skemmtilegum leik.

FH er í fjórða sæti með 11 stig, eins og KR. Fylkir er í áttunda sæti með sex stig.

Valur 0 - 1 Breiðablik
0-1 Andri Rafn Yeoman ('77 )
Rautt spjald:Kristinn Freyr Sigurðsson , Valur ('92)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir 2 - 2 FH
1-0 Kolbeinn Birgir Finnsson ('11 )
1-1 Hjörtur Logi Valgarðsson ('22 )
2-1 Helgi Valur Daníelsson ('60 )
2-2 Brandur Hendriksson Olsen ('62 )
Lestu nánar um leikinn

Sjá einnig:
Pepsi Max-deildin: Geggjaðir Skagamenn
Athugasemdir
banner
banner
banner