Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 26. maí 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Klopp eftir að Meistaradeildarvonin fór: Það er innistæða fyrir bjartsýni
Stuðningsmenn Liverpool geta tekið fimmtudagskvöldin frá næsta vetur eftir að ljóst var að liðið mun ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið verður í Evrópudeildinni.

„Eftir jafnteflið gegn Aston Villa og ljóst var að Manchester United og Newcastle þurftu bara eitt stig þá vissi ég að við myndum ekki ná þessu. Ég er bjartsýnn að eðlisfari en þarna fann ég að þetta væri farið," segir Klopp.

„Þetta tímabil hefur ekki verið gott ef horft er á sögulegt samhengi. En síðan HM lauk þá hefur stigasöfnunin verið góð, þó allt hafi ekki verið fullkomið. Ef við hefðum safnað stigum svona yfir allt tímabilið værum við á góðum stað."

„Það er klárlega innistæða fyrir bjartsýni. Andrúmsloftið sem okkar stuðningsmenn sköpuðu í síðasta heimaleiknum, hvernig félagið kvaddi leikmennina sem eru á förum, allt þetta er grunnur að góðri framtíð."

Verður erfiðara að fá inn leikmenn í sumar í ljósi þess að liðið verður ekki í Meistaradeildinni?

„Ég held að það muni ekki hafa áhrif, en maður veit ekki. Það er möguleiki að áætlanir gangi ekki eftir, því betri sem leikmaðurinn er því minna langar félaginu hans að sleppa honum. Við erum búnir undir það."

Liverpool heimsækir Southampton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

„Ég man ekki hvenær við spiluðum síðast í lokaumferð og allt var ráðið. Venjulega er allt í húfi. En við viljum klára þetta með sigri, við spilum til sigurs," segir Klopp.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner