sun 26. júlí 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno um Lampard: Erfitt að hafa alltaf stjórn á sér
Mynd: Getty Images
Coady hefur spilað 232 leiki á fimm árum hjá Wolves. Hann er búinn að taka þátt í 54 leikjum á núverandi keppnistímabili.
Coady hefur spilað 232 leiki á fimm árum hjá Wolves. Hann er búinn að taka þátt í 54 leikjum á núverandi keppnistímabili.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Wolves og er liðið í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti annað tímabilið í röð.

Úlfarnir mæta Chelsea í lokaumferð deildartímabilsins og getur sigur tryggt sæti í Evrópudeildinni. Þar mætir Espirito Santo kollega sínum Frank Lampard sem er við stjórn hjá Chelsea.

Lampard missti stjórn á skapi sínu í 5-3 tapi gegn Liverpool á Anfield í miðri viku og lét blótyrðum rigna yfir Jürgen Klopp.

„Knattspyrna er tilfinningaþrungin íþrótt og það er ekki auðvelt að hafa alltaf stjórn á sjálfum sér," sagði Espirito Santo þegar hann var spurður út í atvikið á Anfield.

„Okkur hefur tekist vel að halda stjórn á tilfinningum okkar undanfarin tímabil en það er alltaf hægt að læra meira og bæta sig."

Leikurinn á Stamford Bridge er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Chelsea nægir jafntefli til að tryggja sæti sitt í Meistaradeildinni.

Espirito Santo hrósaði fyrirliða sínum Conor Coady og bakverðinum Matt Doherty undir lok viðtalsins. Coady hefur byrjað alla deildarleiki Úlfanna annað tímabilið í röð á meðan Doherty mun spila leik númer 300 í treyju Wolves. Þess má geta að Coady byrjaði alla leiki Wolves nema einn í Championship deildinni fyrir tveimur árum.

„Conor er stórkostlegur einstaklingur. Hann er fyrirliðinn okkar og gefur frábært fordæmi á hverjum degi. Að vera klár í slaginn á hverjum degi þrjú ár í röð er ekki einfalt.

„Matt hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og er ég ánægður fyrir hans hönd. Þegar við vorum í Championship spilaði hann sem vinstri bakvörður til að byrja með en skipti svo yfir á hinn vænginn og hefur verið stórkostlegur þar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner