Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 26. júlí 2020 19:38
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Fannst við oft taka rangar ákvarðanir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki skemmtilegur leikur en við tökum stigið með okkur heim og það er alltaf gott," sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA og KR gerðu líka jafntefli í leik liðanna á Greifavellinum.

„Við höfum ekki spilað sérstaklega skemmtilega leiki hér undanfarin ár en við erum sáttir við að halda hreinu og það er mjög gott fyrir okkur."

Varnir beggja liða voru sterkar og sóknarleikurinn eftir því.

„Sóknarleikurinn gekk brösulega hjá báðum liðum. Aðstæður bjóða kannski ekki upp á sambó fótbolta en við vorum að reyna. Mér fannst við oft taka rangar ákvarðanir. Það er mjög auðvelt að sitja upp í stúku eða á varamannabekknum og fussa yfir leikmönnum. Þetta var ekkert frábær fótboltaleikur."

Aron Bjarki meiddist í upphitun en KR má ekki við meiðslum.

„Það er það. Við vorum með Finn Tómas lengi frá, hann er kominn til baka. Síðan meiðist Arnór Sveinn í síðasta leik og núna Aron í upphitun en ég reikna með að Arnór Sveinn verði klár í næsta leik. Aron fær líka tíma til að hvíla sig núna þá eru þeir allir búnir að fá smá hvíld og þá verða þeir vonandi ferskir það sem eftir lifir."

Spurður út í markið sem KA skorar og var dæmt af.

„Ég áttaði mig ekki á þessu, ég hef ekki hugmynd af hverju var dæmt."

Tobias hefur tjáð KR að hann vilji halda heim á leið til Danmerkur.

„Tobias er kominn með heimþrá. Hann tilkynnti okkur það. Við höfum rætt það í góðu tómi. Ef hann vil fara þá fer hann en hann er samningsbundinn út tímabilið. Hann ætlar að reyna að klára tímabilið með okkur en ef það kemur tilboð í hann eða við finnum einhverja sameiginlega laus þá er það minnsta mál fyrir okkur að leyfa honum að fara en við þurfum þá að vera klárir með einhvern í staðinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner