Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 23. apríl 2024 22:46
Kári Jón Hannesson
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gott að vera kominn áfram." sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 4-2 sigur á Selfossi í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og þeir voru það þó að við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þeir eru með hættulega fljóta menn fram á við, Gonzalo [Zamorano] þar fremstur í flokki, mjög hættulegur leikmaður. Mér fannst við vera með alla stjórn á leiknum með boltann. Við vorum að herja á þá og mér fannst vanta stundum upp á herslumuninn að skora. Ég var ekki ánægður með það hvað við vorum oft að taka vondar ákvarðanir sóknarlega og fá þá skyndisóknirnar á okkur."

Dagur Ingi Axelsson átti mjög flottan leik og skoraði hann flott mark og var Úlfur að vonum ánægður með hans frammistöðu

Þetta var frábært mark hjá honum. Dagur var búinn að leggja upp þónokkur færi, þannig að hann fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum og ákvað að skora í þetta skiptið."

Eftir leikinn í kvöld eru Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sig í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Ég hef engann óskaandstæðing í næstu umferð, vill bara fá heimaleik. Bikar er bara bikar, það er bara að vinna næsta leik og komast áfram og take it from there."

Fjölnismenn höfnuðu í 3. sæti í Lengjudeild karla í fyrra og hefja þeir aftur leik 1. maí á móti Grindavík. Úlli er spenntur fyrir sumrinu

Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir sumrinu. Við erum mjög spenntir að byrja. Fyrsti leikur er á móti Grindavík í Víkinni, þar sem Víkingar verða með alla umgjörð. Vonandi verður fullt af fólki á vellinum og við erum bara hrikalega spenntir að byrja þetta."


Athugasemdir
banner