Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 23. apríl 2024 22:46
Kári Jón Hannesson
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gott að vera kominn áfram." sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 4-2 sigur á Selfossi í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og þeir voru það þó að við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þeir eru með hættulega fljóta menn fram á við, Gonzalo [Zamorano] þar fremstur í flokki, mjög hættulegur leikmaður. Mér fannst við vera með alla stjórn á leiknum með boltann. Við vorum að herja á þá og mér fannst vanta stundum upp á herslumuninn að skora. Ég var ekki ánægður með það hvað við vorum oft að taka vondar ákvarðanir sóknarlega og fá þá skyndisóknirnar á okkur."

Dagur Ingi Axelsson átti mjög flottan leik og skoraði hann flott mark og var Úlfur að vonum ánægður með hans frammistöðu

Þetta var frábært mark hjá honum. Dagur var búinn að leggja upp þónokkur færi, þannig að hann fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum og ákvað að skora í þetta skiptið."

Eftir leikinn í kvöld eru Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sig í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Ég hef engann óskaandstæðing í næstu umferð, vill bara fá heimaleik. Bikar er bara bikar, það er bara að vinna næsta leik og komast áfram og take it from there."

Fjölnismenn höfnuðu í 3. sæti í Lengjudeild karla í fyrra og hefja þeir aftur leik 1. maí á móti Grindavík. Úlli er spenntur fyrir sumrinu

Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir sumrinu. Við erum mjög spenntir að byrja. Fyrsti leikur er á móti Grindavík í Víkinni, þar sem Víkingar verða með alla umgjörð. Vonandi verður fullt af fólki á vellinum og við erum bara hrikalega spenntir að byrja þetta."


Athugasemdir
banner