Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   þri 23. apríl 2024 22:46
Kári Jón Hannesson
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gott að vera kominn áfram." sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 4-2 sigur á Selfossi í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og þeir voru það þó að við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þeir eru með hættulega fljóta menn fram á við, Gonzalo [Zamorano] þar fremstur í flokki, mjög hættulegur leikmaður. Mér fannst við vera með alla stjórn á leiknum með boltann. Við vorum að herja á þá og mér fannst vanta stundum upp á herslumuninn að skora. Ég var ekki ánægður með það hvað við vorum oft að taka vondar ákvarðanir sóknarlega og fá þá skyndisóknirnar á okkur."

Dagur Ingi Axelsson átti mjög flottan leik og skoraði hann flott mark og var Úlfur að vonum ánægður með hans frammistöðu

Þetta var frábært mark hjá honum. Dagur var búinn að leggja upp þónokkur færi, þannig að hann fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum og ákvað að skora í þetta skiptið."

Eftir leikinn í kvöld eru Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sig í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Ég hef engann óskaandstæðing í næstu umferð, vill bara fá heimaleik. Bikar er bara bikar, það er bara að vinna næsta leik og komast áfram og take it from there."

Fjölnismenn höfnuðu í 3. sæti í Lengjudeild karla í fyrra og hefja þeir aftur leik 1. maí á móti Grindavík. Úlli er spenntur fyrir sumrinu

Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir sumrinu. Við erum mjög spenntir að byrja. Fyrsti leikur er á móti Grindavík í Víkinni, þar sem Víkingar verða með alla umgjörð. Vonandi verður fullt af fólki á vellinum og við erum bara hrikalega spenntir að byrja þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner