Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   þri 23. apríl 2024 22:46
Kári Jón Hannesson
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gott að vera kominn áfram." sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 4-2 sigur á Selfossi í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og þeir voru það þó að við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þeir eru með hættulega fljóta menn fram á við, Gonzalo [Zamorano] þar fremstur í flokki, mjög hættulegur leikmaður. Mér fannst við vera með alla stjórn á leiknum með boltann. Við vorum að herja á þá og mér fannst vanta stundum upp á herslumuninn að skora. Ég var ekki ánægður með það hvað við vorum oft að taka vondar ákvarðanir sóknarlega og fá þá skyndisóknirnar á okkur."

Dagur Ingi Axelsson átti mjög flottan leik og skoraði hann flott mark og var Úlfur að vonum ánægður með hans frammistöðu

Þetta var frábært mark hjá honum. Dagur var búinn að leggja upp þónokkur færi, þannig að hann fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum og ákvað að skora í þetta skiptið."

Eftir leikinn í kvöld eru Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sig í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Ég hef engann óskaandstæðing í næstu umferð, vill bara fá heimaleik. Bikar er bara bikar, það er bara að vinna næsta leik og komast áfram og take it from there."

Fjölnismenn höfnuðu í 3. sæti í Lengjudeild karla í fyrra og hefja þeir aftur leik 1. maí á móti Grindavík. Úlli er spenntur fyrir sumrinu

Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir sumrinu. Við erum mjög spenntir að byrja. Fyrsti leikur er á móti Grindavík í Víkinni, þar sem Víkingar verða með alla umgjörð. Vonandi verður fullt af fólki á vellinum og við erum bara hrikalega spenntir að byrja þetta."


Athugasemdir
banner
banner