Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 23. apríl 2024 22:46
Kári Jón Hannesson
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gott að vera kominn áfram." sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 4-2 sigur á Selfossi í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Selfoss

Við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og þeir voru það þó að við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þeir eru með hættulega fljóta menn fram á við, Gonzalo [Zamorano] þar fremstur í flokki, mjög hættulegur leikmaður. Mér fannst við vera með alla stjórn á leiknum með boltann. Við vorum að herja á þá og mér fannst vanta stundum upp á herslumuninn að skora. Ég var ekki ánægður með það hvað við vorum oft að taka vondar ákvarðanir sóknarlega og fá þá skyndisóknirnar á okkur."

Dagur Ingi Axelsson átti mjög flottan leik og skoraði hann flott mark og var Úlfur að vonum ánægður með hans frammistöðu

Þetta var frábært mark hjá honum. Dagur var búinn að leggja upp þónokkur færi, þannig að hann fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum og ákvað að skora í þetta skiptið."

Eftir leikinn í kvöld eru Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sig í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Ég hef engann óskaandstæðing í næstu umferð, vill bara fá heimaleik. Bikar er bara bikar, það er bara að vinna næsta leik og komast áfram og take it from there."

Fjölnismenn höfnuðu í 3. sæti í Lengjudeild karla í fyrra og hefja þeir aftur leik 1. maí á móti Grindavík. Úlli er spenntur fyrir sumrinu

Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir sumrinu. Við erum mjög spenntir að byrja. Fyrsti leikur er á móti Grindavík í Víkinni, þar sem Víkingar verða með alla umgjörð. Vonandi verður fullt af fólki á vellinum og við erum bara hrikalega spenntir að byrja þetta."


Athugasemdir
banner
banner