banner
   mán 26. júlí 2021 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt smit hjá Kórdrengjum og sex aðrir í sóttkví
Lengjudeildin
Kórdrengir eru í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.
Kórdrengir eru í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um helgina var leik Aftureldingar og Kórdrengja í Lengjudeildinni frestað eftir að kórónuveirufaraldurinn fór aftur á flug hér á Íslandi.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, segir að einn leikmaður liðsins sé smitaður og þá séu sex leikmenn í sóttkví.

„Eins og staðan er núna er aðeins einn leikmaður liðsinns smitaður," segir Davíð í samtali við Fótbolta.net.

„Það eru hins vegar sex leikmenn í sóttkví, í það minnsta fram á fimmtudag."

Kórdrengir vonast til að spila næsta leik sinn sem allra fyrst eftir að leikmennirnir losna úr sóttkví.

„Við vonumst eftir því að spila bara sem allra fyrst, helst mjög stuttu eftir að þessir sex leikmenn koma til baka, með þeim fyrirvara auðvitað að þeir greinist neikvæðir í næstu skimun."

Kórdrengir áttu að spila við Víking Ólafsvík á miðvikudag en búið er að fresta þeim leik núna. Það greindist einnig smit innan leikmannahóps Víkinga í síðustu viku.

Samkvæmt leikjadagatali KSÍ, þá eiga Kórdrengir núna næst leik gegn Þrótti 6. ágúst. Kórdrengir eru í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner