Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júlí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd undirbýr tilboð í Kounde og nálgast Varane
Powerade
Jules Kounde, varnarmaður Sevilla.
Jules Kounde, varnarmaður Sevilla.
Mynd: Getty Images
Donyell Malen.
Donyell Malen.
Mynd: EPA
Saul Niguez.
Saul Niguez.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í slúðurpakkann sívinsæla. Raphael Varane, Saul Niguez, Erik Lamela og fleiri koma við sögu í pakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United er nálægt því að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á franska varnarmanninum Raphael Varane (28) fyrir um 42 milljónir punda. (Marca)

United óttast að Varane gæti notað áhuga félagsins til að tryggja sér betri samning hjá Real. (Mirror)

United er einnig að undirbúa tilboð í Jules Kounde (22), varnarmann Sevilla og liðsfélaga Varane hjá franska landsliðinu. (mail)

Manchester City vonast til að færast nær Harry Kane (27) og Jack Grealish (25) í þessari viku. (Sun)

Borussia Dortmund er að tryggja sér hollenska framherjann Donyell Malen (22) frá PSV Eindhoven. Liverpool hefur sýnt Malen áhuga en Dortmund ætlar að fá hann til að fylla skarðið sem Jadon Sancho (21) skildi eftir sig. (Fabrizio Romano)

West Ham United gæti reynt að fá enska landsliðsmanninn Alex Oxlade-Chamberlain (27) ef félagið nær ekki að fá brasilísla miðjumanninn Matheus Pereira (25) frá West Brom. (Express)

Argentínski vængmaðurinn Erik Lamela (29) er nálægt því að ganga frá skiptum til Sevilla frá Tottenham. Spænski framherjinn Bryan Gil (20) fer öfuga leið. (Marca)

Newcastle United gæti snúið sér að enska miðjumanninum Ross Barkley (27) hjá Chelsea ef félaginu mistekst að landa Joe Willock (21) frá Arsenal. (The Athletic)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (28) er ekki til sölu hjá Inter en Chelsea hefur áhuga. (Mirror)

Manchester United íhugar að nota franska framherjann Anthony Martial (25) í skiptidíl til að reyna að kaupa norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund. (Mundo Deportivo, via 90min)

United telur að félagið gæti keypt spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) frá Spánarmeisturunum í Atletico Madrid fyrir um 45 milljónir punda. Hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona og Juventus. (Mail)

Brighton & Hove Albion ætlar að gera 20 milljóna punda tilboð í franska framherjann Odsonne Edouard (23) hjá Celtic. (Mail)

Juventus hefur skipulagt nýjar viðræður við Sassuolo en félagið vill fá ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (23) sem einnig hefur verið orðaður við Arsenal. (Goal)

Umboðsmaður Kalidou Koulibaly (30) hefur fundað með Paris St-Germain en franska félagið vill fá þennan senegalska miðvörð frá Napoli. (Corriere dello Sport)

Spænski miðjumaðurinn Isco (29) fær ekki nýtt samningstilboð frá Real Madrid. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. (AS)

Hamza Choudhury (23), miðjumaður Leicester, er að þrýsta á lánsskipti til Newcastle. Þessi fyrrum U21 landsliðsmaður Englands vill meiri spiltíma. (Northern Echo)

Billy Gilmour (20), miðjumaður Chelsea og Skotlands, sýndi hæfileika sína í Karaókí á bar í Norwich en þar er hann á lánssamningi þetta tímabilið. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner