Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 26. júlí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Terry hættur hjá Aston Villa (Staðfest) - Að taka við Swansea?
John Terry.
John Terry.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur staðfest að John Terry sé búinn að yfirgefa félagið. Terry var aðstoðarmaður Dean Smith en sögusagnir eru í gangi um að hann láti af störfum til að taka við sem stjóri Swansea í Championship-deildinni.

„Það hefur verið sannkallaður heiður og forréttindi að vera þessi þrjú ár hjá Aston Villa. Nú tel ég að sé rétti tíminn til að taka þá gríðarlegu erfiðu ákvörðun að halda annað," segir Terry.

Hann segir að það hafi alltaf verið markmið sitt og metnaður að verða sjálfur stjóri og segist telja að hann sé klár í að takast á við þá áskorun.

„Það eru vonbrigði að missa John úr þjálfarateymi mínu en ég skil ákvörðun hans fullkomlega og ber virðingu fyrir henni," segir Dean Smith. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann verði hágæða stjóri og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni."

Swansea hefur verið í stjóraleit en liðið tapaði fyrir Brentford í úrslitaleik umspils Championship-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner