Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 15:35
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Þarf að koma mjög gott boð til að ég fari
Rúnar Kristinsson sáttur eftir sigurleik hjá KR í sumar.
Rúnar Kristinsson sáttur eftir sigurleik hjá KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var algjört bull frá upphafi til enda," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag aðspurður út frétt Fréttablaðsins á dögunum þar sem hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá Brann.

Hinn fimmtugi Rúnar þjálfaði Lilleström frá 2014 til 2016 og Lokeren 2016 og 2017. Hann segist ekki hafa heyrt af áhuga frá erlendum félögum.

„Ég hef ekki heyrt af neinu og er ekki endilega að bíða eftir því. Ég er ánægður hjá KR og er ekki að reyna að koma mér út," sagði Rúnar sem hefur þó áhuga á að starfa aftur erlendis í framtíðinni.

„Það er frábært að fá þann möguleika að þjálfa erlendis í stærri deildum þar sem er aðeins öðruvísi umgjörð. Það er ofboðslega góð lífsreynsla og ég tel að ég hafi lært fullt á því að vera úti í þessu 2-3 ár sem ég var úti. Ég væri alveg til í að prófa að fara aftur út. Maður yrði reynslunni ríkari."

„Þetta er hins vegar fallvallt. Þetta er mikil pressa, eins og hér líka. Vinnuöryggið er ekki alltaf 100% og ef þú ert fjölskyldumaður með börn á skólaaldri þá er erfitt að koma sér fyrir og byrja með börn í nýjum skóla og síðan ertu látinn fara eftir hálft ár eða eitt ár. Það er ekki gott að vera alltaf á faraldsfæti. Það þarf að koma mjög gott boð til að ég fari að söðla um og fara annað,"
sagði Rúnar í Miðjunni.

Hlustaðu á Miðjuna hér að neðan.
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner