Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. september 2021 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Atli Sveinn tekur við Haukum (Staðfest)
Atli Sveinn er nýr þjálfari Hauka
Atli Sveinn er nýr þjálfari Hauka
Mynd: Knattspyrnudeild Hauka
Atli Sveinn Þórarinsson er nýr þjálfari Hauka í 2. deild karla og gerir hann tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haukum í kvöld.

Atli tók við Fylki fyrir tveimur árum ásamt Ólafi Stígssyni og stýrðu þeir Fylkismönnum í 6. sæti deildarinnar á síðasta ári áður en tímabilið var flautað af vegna kórónaveirunnar.

Það gekk þó erfiðlega á tímabilinu sem var að klárast og ákvað Fylkir að láta hann og Ólaf fara þegar þrír leikir voru eftir.

Atli var þó ekki lengi að finna sér nýtt félag og hefur hann nú tekið við Haukum í 2. deildinni. Hann gerir tveggja ára samning við félagið en Igor Bjarni Kostic sagði starfi sínu lausu á dögunum.

„Haukar hafa allt sem til þarf til að vera gott Lengjudeildarlið og við setjum stefnuna beint upp. Með tíð og tíma er svo hægt að horfa eitthvað hærra en það en við byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild," sagði Atli Sveinn.

Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, fagnar komu Atla á Ásvelli.

„Við bindum miklar vonir við Atla og höfum trú á að hann sé rétti maðurinn í að stýra liðinu aftur upp í Lengjudeildina. Að sama skapi ætlum við að styrkja hópinn enn frekar. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Igor fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild Hauka þar sem hann leiddi m.a. innleiðingu á nýrri námsskrá, hafði umsjón með afreksskóla deildinnar og stuðlaði að faglegra starfi knattspyrnudeildar í samstarfi við aðra þjálfara – það er vinna sem mun nýtast áfram," sagði formaðurinn.

Haukar höfnuðu í 9. sæti 2. deildar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner