Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar: Fallegi leikurinn er á enda
Neymar er miður sín.
Neymar er miður sín.
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórstjarnan Neymar kveðst vera sorgmæddur yfir því að landi hans, Lucas Paqueta, hafi verið spjaldaður fyrir brellubrögð á dögunum.

Brasilískur fótbolta snýst að miklu leyti um fegurð og að hafa leikinn skemmtilegan. Innifalið í því eru brellur og fleira skemmtilegt.

Paqueta, sem leikur með Lyon í Frakklandi, ákvað að gera brellu í leik gegn Troyes - svokallað 'regnbogaflikk' - og var mótherjanum ekki skemmt. Hann gerði þetta í uppbótartíma og var hann spjaldaður fyrir.

Neymar, sem er þekktur fyrir leikni sína og tækni, kom félaga sínum til varnar. Hann skilur ekki af hverju hann var spjaldaður.

„Þetta er mjög sorglegt... það gerðist það sama við mig á síðustu leiktíð... ég skil ekki ástæðurnar. Fallegi leikurinn er á enda," skrifaði Neymar á samfélagsmiðlum.

Neymar var spjaldaður í 5-0 sigri í fyrra fyrir að gera það sama.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner