Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu það helsta úr stórkostlegum sigri U17 landsliðs kvenna
Vigdís Lilja skoraði tvö mörk.
Vigdís Lilja skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 ára landslið kvenna mætti Serbíu í fyrsta leik í forkeppni EM 2022 síðastliðinn föstudag.

Íslenska liðið lenti í ógöngum í byrjun leiks þegar þær Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Emelía Óskarsdóttir fóru báðar meiddar af velli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk áður en Nina Matejic minnkaði muninn með glæsilegu marki. Metejic þykir mikið efni en hún lék með A-landsliði Serbíu fyrr í vikunni og skoraði í 5-1 tapi gegn Þýskalandi.

Katla Tryggvadóttir jók forystu Íslands á 40. mínútu en rétt fyrir leikhlé varði Fanney Inga Birkisdóttir vítaspyrnu með glæsilegum hætti. Katla og Fanney leika báðar með Val.

Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri og innsiglaði Margrét Lea Gísladóttir leikmaður Augnabliks sigurinn með góðu langskoti á 86. mínútu.

Íslenska liðið mætir því spænska á morgun en Spánn vann 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Hér að neðan má sjá það helsta úr frábærum sigri Íslands gegn Serbíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner