Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 26. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot gæti snúið aftur til PSG
Franska félagið Paris Saint-Germain ætlar að leggja fram tilboð í Adrien Rabiot, leikmann Juventus, í janúarglugganum.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá Parísarfélaginu en hann yfirgaf það fyrir þremur árum og gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu.

Þar hefur hann spilað 133 leiki og skorað 6 mörk, en ekki tekist að hjálpa liðinu að komast aftur í fremstu röð á Ítalíu.

PSG er nú reiðubúið að fá Rabiot aftur frá Juventus en félagið ætlar að leggja fram 15 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Rabiot var orðaður við Manchester United í allt sumar en enska félagið ákvað að fá Casemiro frá Real Madrid í staðinn og varð því ekkert úr skiptunum.
Athugasemdir
banner