Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. október 2020 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Kane og Son bestir
Mynd: Getty Images
Tottenham lagði Burnley að velli í enska boltanum í kvöld og var Harry Kane valinn maður leiksins. Hann var líflegur í kvöld þar sem hann skilaði inn miklu vinnuframlagi, bjargaði á marklínu og lagði upp eina mark leiksins.

Kane lagði markið upp fyrir Son Heung-min. Hann skallaði hornspyrnu í hlaupaleið Son sem skallaði boltann svo í netið.

Kane og Son voru bestu menn vallarins en Lucas Moura þótti slakastur og fékk hann 5 í einkunn.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 84 mínútur og fékk 6 fyrir sinn þátt í leiknum.

Burnley: Pope (6), Lowton (6), Long (7), Tarkowski (7), Taylor (6), Gudmundsson (6), Brownhill (7), Westwood (7), McNeil (6), Barnes (6), Wood (7).

Tottenham: Lloris (7), Doherty (6), Alderweireld (7), Dier (7), Davies (6), Sissoko (6), Hojbjerg (7), Ndombele (7), Moura (5), Son (8), Kane (8).
Varamenn: Lamela (7), Lo Celso (6)



Fyrr í kvöld gerði Brighton jafntefli við nýliða West Bromwich Albion.

Þar var Adam Webster, miðvörður Brighton, valinn bestur þó hann hafi aðeins fengið 7 í einkunn.

Enginn leikmaður þótti skara framúr í tíðindalitlum leik en varamenn Brighton fengu lægstu einkunnir leiksins.

Brighton: Ryan (6), White (6), Webster (7), Veltman (7), Lamptey (7), Bissouma (6), Lallana (7), Burn (7), March (7), Maupay (6), Trossard (7).
Varamenn: Gross (5), Mac Allister (5)

West Brom: Johnstone (7), Furlong (6), Ivanovic (6), Ajayi (7), Townsend (7), Gallagher (7), Livermore (6), Krovinovic (6), Diangana (6), Grant (7), Pereira (7).
Varamenn: Robinson (7), Edwards (6)
Athugasemdir
banner
banner