banner
   mán 26. október 2020 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd: Sögurnar um Pogba gripnar úr lausu lofti
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er ekki sáttur með framkomu The Sun í sinn garð eftir að blaðið birti frétt um að leikmaðurinn væri hættur í franska landsliðinu vegna ummæla forsætisráðherra landsins.

Pogba gagnrýndi Sun harkalega fyrir þessa frétt sína og ætlar að lögsækja blaðið. Manchester United sýndi leikmanni sínum stuðning með stuttri yfirlýsingu.

„Paul ber virðingu fyrir trúarbrögðum sínum og annara og er gegn hvers kyns tegund af ofbeldi. Þessar sögur um hann eru gripnar úr lausu lofti," sagði talsmaður Man Utd.

The Sun er þekktur sem mikill slúðurfréttamiðill og er oft gagnrýndur fyrir að ganga alltof langt í umfjöllun sinni.

Sjá einnig:
Pogba brjálaður út í frétt The Sun - Ætlar að lögsækja blaðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner