mán 26. október 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Arnór kom inn af bekknum og skoraði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CSKA Moskva 5 - 1 Arsenal Tula
1-0 F. Chalov ('45, víti)
2-0 Nikola Vlasic ('50)
3-0 Nikola Vlasic ('58)
3-1 L. Djordjevic ('78)
4-1 Arnór Sigurðsson ('86)
5-1 I. Oblyakov ('87)

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tók á móti Arsenal Tula í rússneska boltanum í dag. Arnór Sigurðsson byrjaði á bekknum.

Heimamenn í CSKA voru með stjórn á leiknum en áttu erfitt með að skapa sér færi, þar til Fedor Chalov skoraði úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Mark Chalov opnaði lið gestanna og náði Nikola Vlasic, fyrrum miðjumaður Everton, að skora tvisvar snemma í síðari hálfleik.

Gestirnir náðu að minnka muninn og fékk Arnór að spreyta sig skömmu síðar. Sjö mínútum síðar var Arnór búinn að skora eftir sendingu frá Vlasic og staðan orðin 4-1.

Heimamenn áttu eftir að bæta einu marki við leikinn og urðu lokatölur 5-1. CSKA hefur farið vel af stað á nýju tímabili og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. CSKA er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir nágrönnum sínum í Spartak.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner