Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. október 2021 12:40
Elvar Geir Magnússon
EM á Englandi bíður stelpnanna okkar - Á hvaða völlum spilar Ísland?
Icelandair
Stelpurnar okkar keppa á Englandi á næsta ári.
Stelpurnar okkar keppa á Englandi á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur mótsins fer fram á Wembley.
Úrslitaleikur mótsins fer fram á Wembley.
Mynd: EPA
Margir Íslendingar elska Brighton.
Margir Íslendingar elska Brighton.
Mynd: Getty Images
Í hvaða riðil dragast okkar stelpur?
Í hvaða riðil dragast okkar stelpur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikvangurinn í Brentford er glænýr en hann var vígður á síðasta ári.
Leikvangurinn í Brentford er glænýr en hann var vígður á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
The Princess Royal barinn í Brentford er vinsæll.
The Princess Royal barinn í Brentford er vinsæll.
Mynd: Getty Images
Ryðfrítt stál var fundið upp í Sheffield.
Ryðfrítt stál var fundið upp í Sheffield.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester United spilar á Leigh Sports Village.
Kvennalið Manchester United spilar á Leigh Sports Village.
Mynd: Getty Images
Maður gengur um miðbæ Rotherham.
Maður gengur um miðbæ Rotherham.
Mynd: Getty Images
Mynd: Samsett
Í Manchester á fimmtudaginn verður dregið í riðla fyrir EM kvenna sem fram fer á Englandi á næsta ári. Ísland er meðal þátttökuliða en þetta verður fjórða Evrópumót stelpnanna okkar.

Englendingar eru stórhuga fyrir mótið og ætla að gera það að glæsilegasta kvennamóti sem haldið hefur verið. Mótið hefst 6. júlí 2022 og lýkur svo með úrslitaleik sem fram fer á Wembley þann 31. júlí.

Leikið verður í fjórum riðlum og er Ísland í fjórða styrkleikaflokki.

Pottur 1: England, Holland, Þýskaland og Frakkland.
Pottur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía.
Pottur 3: Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki.
Pottur 4: Ísland, Rússland, Finnland og Norður-Írland.

Á hvaða leikvöngum mun Ísland spila á næsta ári? Skoðum aðeins riðlana fjóra sem í boði verða:

A-riðill: Suðurstrandarriðillinn (riðill Englands)
Eina sem er ljóst fyrir dráttinn er að heimakonur í Englandi verða í þessum riðli og leika opnunarleik mótsins á Old Trafford í Manchester. Hinir leikir riðilsins verða spilaðir á suðurströndinni.

Líklegt er að flestir stuðningsmenn Íslands sem hyggjast skella sér á mótið á næsta ári krossleggja fingur og vonast til þess að okkar lið hafni í þessum riðli. Strandbærinn Brighton er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður, sólin skín og leikið er á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Brighton. Þá er einnig spilað á leikvangi heilagrar Maríu í Southampton.


Old Trafford, aðeins opnunarleikurinn (tekur 74 þúsund)


Samfélagsvöllurinn í Brighton, Brighton and Hove (32 þúsund)


Leikvangur heilagrar Maríu í Southampton (32 þúsund)

B-riðill: Höfuðborgarriðillinn
Við gefum B-riðli þetta nafn þar sem helmingur leikja hans fer fram í Brentford í vesturhluta Lundúna. Hinn helmingurinn er spilaður í Milton Keynes sem er ekki langt fyrir utan höfuðborgina.


Samfélagsvöllurinn í Brentford (17 þúsund)


MK leikvangurinn í Milton Keynes (31 þúsund)

C-riðill: Stálriðillinn
Stálborgin Sheffield tekur á móti gestum C-riðils en leikið verður á hinum sögufræga Bramall Lane. Völlurinn er elsti fótboltaleikvangur í heimi sem tekur tugþúsundir áhorfenda. Í riðlinum er einnig leikið á Leigh Sports Village vellinum sem kvennalið Manchester United notar.


Bramall Lane í Sheffield (32 þúsund)


Leigh Sports Village á Manchester svæðinu (12 þúsund)

D-riðill: Rotherham-riðillinn
Miðað við hvernig Kári Árnason talaði um borgina Rotherham á sínum tíma þá mælum við með því að fólk gisti frekar í Manchester ef Ísland lendir í þessum riðli. Rotherham var mikill kola og stáliðnaðarbær á sínum tíma. Í D-riðlinum er einnig spilað á akademíuvelli Manchester City þar sem kvennalið City spilar.


New York leikvangurinn í Rotherham (12 þúsund)


Akademíuvöllurinn í Manchester (7 þúsund)
Athugasemdir
banner
banner
banner