Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonast eftir því að vera í Víkingi ef það býðst"
Tómas Guðmundsson
Tómas Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er einungis með einn leikmann innan sinna raða sem varð samningslaus eftir tímabilið. Þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lögðu skóna á hilluna svo þeir falla ekki í þann flokk.

Tómas Guðmundsson er sá leikmaður en samningur hans rann út þann 16. október. Tómas spilaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann var á eftir Halldóri Smára Sigurðssyni og þeim Kára og Sölva Geir í goggunarröðinni þegar kom að miðvarðastöðunum.

Tómas er 29 ára leikmaður sem hætti árið 2016 en tók fram skóna fyrir síðasta tímabil. Í sumar lék hann einn leik í Mjólkurbikarnum, gegn Sindra í 32-liða úrslitum.

Vill vera áfram
Fótbolti.net hafði samband við Tómas í dag og spurði hann út í samningsmálin.

„Ég á eftir að setjast niður með Arnari [Gunnlaugssyni þjálfara] og stjórninni og ræða hvernig landið liggur. Ég vonast eftir því að vera í Víkingi ef það býðst," sagði Tómas í dag.

Glerharður Víkingur
„Ég fór á fund með Arnari og útskýrði fyrir honum að ég veit hvernig staðan er. Sölvi Geir, Kári og Halli eru þarna fyrir og þeir eru frábærir. Ég er glerharður Víkingur og vonast til þess að þeir verði heilir og geti spilað sem flesta leiki. Ég átta mig samt á því að þeir geta ekki spilað 90 mín í öllum keppnum í sumar og ég er því tilbúinn að stíga inn ef þörf er á. Ég er tilbúinn að vera í þessu hlutverki á æfingum og í leikjum ef einhver dettur út af þeim þremur. Þá er ég klár," sagði Tómas í viðtali fyrir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner