Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 26. nóvember 2021 21:18
Victor Pálsson
Holland: Kristian lék allan leikinn í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði varaliðs Ajax í kvöld sem spilaði við Graafschap á útivelli í hollensku B-deildinni.

Kristian spilaði allan leikinn fyrir Ajax í þetta sinn en tókst ekki að skora í góðum 3-1 sigri.

Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleikinn en Ajax skoraði tvö mörk undir lok leiksins til að tryggja sigurinn.

Kristian fær reglulega að spila fyrir Ajax þessa dagana en liðið er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Volendam.

Ajax getur hins vegar ekki komist upp í efstu deild þar sem bæði aðallið og varalið geta ekki leikið í sömu keppni.
Athugasemdir
banner