Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2022 11:00
Aksentije Milisic
Southgate ver ákvörðun sína að spila ekki Foden
Mynd: Getty Images

England og Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli í gærkvöldi í B-riðli á HM í Katar en Gareth Southgate, stjóri Englands, var gagnrýndur eftir leikinn.


Englendingar spiluðu ekki vel í leiknum og áttu í vandræðum með að skapa sér færi. Phil Foden, leikmaður Manchester City, sat allan tímann á bekknum en Jack Grealish og Marcus Rashford komu inn af bekknum.

„Okkur fannst það vera rétt ákvörðun að halda okkur við liðið sem byrjaði leikinn og setja svo inn tvo leikmenn sem spila á köntunum í Grealish og Rashford í staðinn fyrir Foden," sagði Southgate.

„Jack átti að halda vel í boltann fyrir okkur og koma okkur ofar á völlinn á meðan hraðinn í Rashford væri ógn fyrir okkur restina af leiknum."

„Þetta setur okkur í góða stöðu. Ef við vinnum síðasta leikinn þá vinnum við riðilinn. Markmiðið er alltaf að komast úr riðlinum og við höfum náð því í tveimur leikjum á síðustu tveimur mótum en við getum ekki búist við því að gera það á öllum mótum,“
sagði Southgate að lokum.

England er í efsta sætinu með fjögur stig eftir tvo leiki en Íran er í því öðru með þrjú stig. Enn getur allt gerst í þessum riðli.

Sjá einnig:
Risastór mistök að setja ekki Foden inná


Athugasemdir
banner
banner
banner