Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 26. desember 2018 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafnt í nýliðaslag - Fulham af botninum
Mynd: Getty Images
Fulham 1 - 1 Wolves
1-0 Ryan Sessegnon ('74 )
1-1 Romain Saiss ('85 )

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að klárast. Það var nýliðaslagur Fulham og Wolves.

Það var ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum. Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, átti sjö skot en ekkert þeirra rataði inn í netið, en það er metið í einum hálfleik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Á 67. mínútu kom hinn efnilegi Ryan Sessegnon inn á hjá Fulham. Sessegnon hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði því þennan leik á bekknum. Á 74. mínútu var Sessegnon búinn að skora fyrsta mark leiksins fyrir Fulham. Markið var ekki það fallegasta en öll mörk telja.

Fulham náði ekki að halda út, leikmenn Fulham féllu aftar á völlinn og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Romain Saiss fyrir gestina í Wolves. Aftur var markið ekki það fallegasta en það telur samt sem áður.

Fulham komst nálægt því að komast aftur yfir í uppbótartímanum en Conor Coady bjargaði á línu eftir tilraun Aleksandar Mitrovic.

Lokatölur 1-1 og Fulham er komið af botninum með einu stigi meira en Huddersfield sem heimsækir Manchester United á eftir. Wolves er í níunda sæti með 26 stig.

Klukkan 15:00 hefjast sex leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin fyrir þessa leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner