Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   mán 26. desember 2022 11:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Brentford og Tottenham: Son og Kane byrja - Lloris hvíldur

Enska úrvalsdeildin er að hefjast á ný eftir að HM lauk en fyrsti leikurinn er milli Brentford og Tottenham en sá leikur hefst kl 12:30.


Það er aðeins ein breyting á liði Brentford sem vann Man City í síðasta leiknum fyrir HM. Norgaard kemur inn fyrir Onyeka. Ivan Toney er í byrjunarliðinu en þetta er fyrsti leikurinn hans síðan hann var kærður fyrir brot á reglum um veðmál.

Harry Kane og Son Heung Min eru báðir í byrjunarliði Tottenham en Antonio Conte hefur gert fimm breytingar á liðinu frá síðasta leik liðsins fyrir HM hléið.

Hugo Lloris er á bekknum og Fraser Forster spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan hann gekk til liðs við það í sumar. Japhet Tanganga, Matt Doherty og Yves Bissouma eru allir í byrjunarliðinu.

Þá er Bryan Gil á bekknum en hann hefur aðeins komið við sögu í sex mínútur á þessari leiktíð.

Brentford: Raya; Zanka, Mee, Pinnock; Roerslev, Norgaard, Jensen, Janelt; Henry; Toney, Mbeumo

Tottenham: Forster, Tanganga, Lenglet, Dier, Doherty, Hojbjerg, Bissouma, Perisic, Kulusevski, Kane, Son.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
9 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
10 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
12 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
14 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner