mán 27. janúar 2020 21:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már lék í svekkjandi tapi - Arnór Borg kom við sögu í stórsigri
Mynd: PlayerProfile
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliðið Excelsior í kvöld. Excelsior heimsótti í dag Eindhoven og mætti þar unglingaliði PSV, Jong PSV.

Elías Már lék allan leikinn annan leikinn í röð, í síðustu umferð skoraði hann tvö mörk í 3-3 jafntefli. Excelsior lék manni færra í 73 mínútur í dag þar sem Alessandro Damen fékk að líta beint rautt spjald á 17. mínútu. Þrátt fyrir það kom Sander Fischer gestunum yfir á 42. mínútu.

Jong PSV náði að snúa taflinu við í seinni hálfleik og skoraði sigurmarkið á 95. mínútu.
Excelsior er eftir tapið í 8. sæti næstefstu deildar í Hollandi með 36 stig eftir 23 umferðir.

Jong PSV 2-1 Excelsior

Þá lék Arnór Borg Guðjohnsen síðustu sautján mínúturnar þegar U23 ára lið Swansea lagði Everton í riðli þar sem Porto, Jong PSV, Everton og Swansea leika í.

Liam Cullen skoraði öll fjögur mörkin í 0-4 sigri. Þetta var leikur í 3. umferð riðilsins og hefur Swansea sjö stig í efsta sæti. Arnór kom inn á fyrir markaskorarann Cullen á 73. mínútu.

Everton 0-4 Swansea
Athugasemdir
banner
banner
banner