Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 27. janúar 2021 11:36
Magnús Már Einarsson
Ödegaard til Arsenal á láni (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur fengið norska miðjumanninn Martin Ödegaard á láni frá Real Madrid út tímabilið.

Hinn 22 ára gamli Ödegaard vildi komast á lán í þessum mánuði til að fá meiri spiltíma en hann hefur komið við sögu í níu leikjum með Real Madrid á tímabilinu.

Real Sociedad vildi einnig fá Ödegaard aftur á láni en hann var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili.

Fleiri félög á Englandi höfðu einnig áhuga en nú er Arsenal búið að vinna kapphlaupið um leikmanninn.

„Það er frábært að við höfum fengið Martin til okkar út tímabiið," sgaði Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Martin er auðvitað leikmaður sem við þekkjum mjög vel og þó að hann sé ennþá ungur þá hefur hann spilað á meðal þeirra bestu í talsverðan tíma."

„Martin mun gefa okkur gæði sóknarlega og við erum spennt í að koma honum inn í okkar lið frá og með núna þar til í maí."


Ödegaard mun spila í treyju númer 11 hjá Arsenal en hann gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Manchester United á laugardaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner