fim 27. febrúar 2020 11:43
Elvar Geir Magnússon
Frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar sett á laggirnar
Frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.
Frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Premier League
Enska úrvalsdeildin hefur sett á laggirnar sérstaka Frægðarhöll en inn í hana verða teknir bestu leikmenn sem spilað hafa í deildinni frá stofnun 1992.

Að vera tekinn inn í Frægðarhöllina verður æðsti heiður sem leikmenn í deildinni geta öðlast, segir í tilkynningu.

Fyrstu tveir leikmennirnir verða teknir inn í Frægðarhöllina þann 19. mars.

Í kjölfarið mun almenningur svo geta kosið um næstu leikmenn sem teknir verða inn.

„Sæti í Frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar eru bara fyrir þá allra bestu. Þetta er tækifæri fyrir stuðningsmenn um allan heim að rifja upp gamla tíma og hjálpa okkur að fagna ferlum magnaðra leikmanna," segir Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar.

Budweiser er aðalstyrktaraðili Frægðarhallarinnar en til að vera löglegur inn í hana verða leikmenn að vera hættir og í valinu er aðeins horft til ferla þeirra í ensku úrvalsdeildarinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner