Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eitthvað sem félagið og leikmennirnir sætta sig ekki við"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðasta tímabil var í raun furðulegt fyrir sænska félagið Rosengård sem hefur vanið sig á það undanfarin ár að vinna titla. Liðið fór úr því að vera meistari í það að enda í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård en hún segir að mikil vinna hafi verið í gangi að laga það sem fór úrskeiðis á síðasta tímabili. Þetta er eitthvað sem skal ekki koma fyrir aftur.

„Við erum búin að vera að fara mikið yfir hlutina sem vantaði svolítið í fyrra; að vera meira agressív, grimmari og gráðugari fram á við og þéttari til baka. Það er mikil vinna í því núna. Ég bind miklar vonir við það að við verðum betri á næsta tímabili því ég meika ekki annað svona vonbrigðatímabil," sagði Guðrún við Fótbolta.net á dögunum.

„Við erum með hópinn til að keppast um titilinn. Það er náttúrulega erfitt þegar við dettum í þennan skít, að vera í neðri hlutanum liggur við. Það reynir alltaf á hausinn og svona. Ég er staðráðin í að það mun ekki gerast aftur."

Fyrir Rosengård er það ekki boðlegt að lenda í sjöunda sæti deildarinnar.

„Þetta er það ekki. Fyrstu tvö árin mín vorum við að vinna titla. Svo lendum við í sjöunda sæti og það er óásættanlegt niðurskref. Það koma stundum niðurskref eftir góð ár, en að fara úr fyrsta niður í sjöunda sæti er alltof stórt. Það er eitthvað sem félagið og leikmennirnir sætta sig ekki við. Það er mikill vilji innan félagsins að koma okkur aftur á réttu brautina."

Guðrún er hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Serbíu í mikilvægum leik klukkan 14:30 í dag. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Athugasemdir
banner
banner
banner