Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   fim 27. mars 2025 14:38
Elvar Geir Magnússon
„Hefði óskað þess að fá tíu ára samning“
Mynd: EPA
Króatinn Igor Tudor tók við stjórnartaumunum hjá Juventus í vikunni, eftir að Thiago Motta var rekinn. Tudor skrifaði undir samning út tímabilið með ákvæði um ár til viðbótar.

Tudor þekkir vel til hjá Juventus enda lék hann með liðinu frá 1998 til 2007. Þetta er fjórða liðið sem hann stýrir á Ítalíu á eftir Lazio, Hellas Verona og Udinese. Tudor hefur einnig þjálfað Marseille, Galatasaray, Hajduk Split, PAOK og Karabukspor.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið og ég mun leggja mig allan fram, hlutirnir þurfa að gerast hratt. Ég hef mikla trú á leikmannahópnum og það eru engar afsakanir. Ég leita eftir áskorunum og ábyrgð í mínu lífi," segir Tudor.

„Við lifum í núinu, ég hefði óskað þess að fá tíu ára samning en svona er líf þjálfarans. Ég lifi fyrir æfingu dagsins og við eigum leik á laugardag."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
10 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 14 3 7 4 16 16 0 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 10 20 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner
banner