banner
   þri 27. apríl 2021 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Leó velur draumaliðið sitt - „Ætlaði ekki að velja Hilmar"
Lið Daníels. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Daníels. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Daníel Leó
Daníel Leó
Mynd: Getty Images
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson er leikmaður Blackpool sem leikur í ensku C-deildinni. Hann hefur stillt upp liði sínu í Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir sumarið.

Opnunarleikur mótsins er á föstudagskvöldið og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Daníel stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð mótsins.

„Ég ákvað að velja liðið mjög sókndjarft í ár. Tvö auto pick frammi eins og flestir horfa á deildina í dag. Svo er Emil að fá stærra hlutverk í ár," sagði Daníel.

„Öll miðjan veit svo hvar markið er. Ég ætlaði ekki að velja Hilmar Árna þar sem flest liðin á landinu eru með hann en hann er svindlkall þegar hann hrekkur í gang."

„Svo býst ég við að öll vörnin mín verði upp og niður kantana allt tímabilið."


Lið Daníels heitir Appelsínan, af hverju? „Þar sem ég er mikill áhugamaður um gælunöfn á liðum og Blackpool hefur eitt að þeim flottustu ætla ég að íslenska það og skýra liðið Appelsínan," sagði Daníel.

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt
Valgeir Lunddal velur draumaliðið sitt
Hörður Snævar velur draumaliðið sitt
Andri Fannar velur draumaliðið sitt
Hrafnkell Freyr velur draumaliðið sitt
Atli Viðar velur draumaliðið sitt
Aron Elís velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner