mán 26. apríl 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Atli Viðar velur draumaliðið sitt - „Hver heldurðu að þú sért?“
Lið Atla. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Atla. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 sport, hefur stillt upp liði sínu í Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir sumarið.

Opnunarleikur mótsins er eftir fimm daga og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Liðið mitt heitir „Hver heldurðu að þú sért?“ en það er orðrétt og bein tilvitnun í það sem ungur, auðmjúkur og einstaklega viðmótsþýður Böðvar Böðvarsson valdi sem fyrstu orðin sem hann sagði við mig þegar við hittumst í fyrsta sinn og ég ætlaði kurteisislega að kynna mig fyrir honum,"
sagði Atli Viðar.

„Í markinu hjá mér er Jajalo hjá KA en ég er að veðja á að varnarleikurinn og markvarslan hjá KA verði áfram aðalsmerki þeirra. Vona samt heitt og innilega að það verði fleiri mörk í KA leikjum en í fyrra. Ver hann ekki líka eitt og eitt víti?"

,Í vörninni var Birki Már fyrstur á blað en ég hef enga trú á öðru en hann haldi sér í þeim háu hæðum sem hann var kominn í fyrra og með landsliðinu í vor. Með honum eru svo tveir menn sem ég vona að skili mér stigum með stoðsendingum og jafnvel mörkum."

„Á miðjunni er ég að veðja á reynsluna. Pálmi Rafn, Atli Sigurjóns og Þorsteinn Már skila alltaf mörkum og svo hefur Kristall Máni heillað mig á undirbuningstímabilinu."

„Frammi var Lennon alltaf að fara að vera í liðinu mínu, ef FH verður í lagi skorar hann 15 mörk plús/mínus. Patrik líka auðvelt val. Ég er með Emil Atla með þeim en hann er að fá risastórt tækifæri hjá Stjörnunni og held að hann muni skila stigum."

Athugasemdir