Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. apríl 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrafnkell Freyr velur draumaliðið sitt - „Mjög áhugaverð sambúð"
Lið Hrafnkels
Lið Hrafnkels
Mynd: Eyjabiti
Hrafnkell Freyr
Hrafnkell Freyr
Mynd: Aðsend
Hrafnkell Freyr Ágústsson er sparkspekingur sem er í teymi Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hrafnkell er í dag skráður í Reyni Sandgerði en hann skipti úr Smára í vetur. Hann er búinn að velja draumaliðið sitt í Draumaliðsleik Eyjabita.

Opnunarleikur mótsins er eftir fimm daga og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Keli stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð mótsins.

Markið: „Addi Grétars kann að drilla varnarleik, þess vegna er ég með Jajalo í búrinu, vona að vinir mínir í þorpinu fyrirgefi mér þetta val," segir Keli.

Vörnin: „Það hefur líklega enginn peppað Rúnar Sigurgeirs jafn mikið og ég síðasta árið og þess vegna ætla ég að taka þátt í hans velgengni, ef hann drullar mun ég standa þétt við bakið á honum. Guðmann er og verður alltaf minn maður, “hann er bara einn af mínum bestu vinum” eins og Mike segir. Við bjuggum saman og það var mjög áhugaverð sambúð, hann eldist eins og gott Tommasi rauðvín. Gummi Júl er meistari og ég hef illa gaman af þeim gæja, HK halda hreinu reglulega og hann mun skora nokkur með pönnunni."

Miðjan: „Hilmar Árni er svona eins og Salah í enska fantasy, ef þú sleppir því að velja hann geturu alveg eins bara loggað þig út og hætt þessu. Viktor Karl er orðinn minn uppáhalds leikmaður í Blikaliðinu og pabbi hans er málari og algjör toppmaður. Sigga vin minn hef ég hitt voðalega lítið síðasta árið og ætla ég að rækta okkar vinskap gegnum fantasy, Steinar Þorsteins er drullu góður málari skv mínum hemildum og kostar 6m, hvaða djók er það?"

Sóknin: „Emil Atla verður klár inn í boxinu og bombar nokkrum inn með hausnum eftir sendingar frá Hilmari. Mikkelsen skorar alltaf svona 25 mörk, líklega verða tíu dæmd af honum vegna rangstöðu en ég sætti mig við fimmtán. Matti Vill mun bæði skora og leggja upp helling, hann er líka vinur Nicklas Bendtner sem er alvarlegt powermove."

Bekkurinn: „Tommi Gumm mun koma á óvart í sumar og ef einhver Víkingur þarna úti er að stressast upp við að Kári Árna sé tognaður þá segi ég “Engar Áhyggjur, Tombo græjar þetta”. Restin eru ungir og ferskir gæjar og svo Stubbur sem tók alltaf víti þegar ég spilaði við hann í yngri flokkunum og nelgdi honum í vinkilinn."

Lið Hrafnkels heitir Iðnaðarmennirnir.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt
Valgeir Lunddal velur draumaliðið sitt
Hörður Snævar velur draumaliðið sitt
Andri Fannar velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner