Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. apríl 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt - Topp 5 í fyrra
Lið Olivers. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Olivers. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Mynd: Norrköping
Oliver Stefánsson er leikmaður IFK Norrköping í Svíþjóð. Hann er reyndur Fantasy spilari og var í topp 5 í draumaliðsdeildinni í fyrra. Hann er hann búinn að velja draumaliðið sitt í Draumaliðsleik Eyjabita.

Rúm ein og hálf vika er í opnunarleik mótsins og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Oliver stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð mótsins.

„Litli töframaðurinn (Brynjar) á miðjunni á 5,5m er good shit comedy sem ég ætla að nýta mér," segir Oliver.

„Svo er Flóki búinn að vera hjá Kjarra í endurhæfingu og mætir rosalegur í sumar. Jason Daði verður sá leikmaður sem kemur á óvart í sumar. Það er svo algjörlega solid að hafa tvo öfluga Valsmenn í vörninni sem sigla þessu heim!"

Lið Olivers heitir FC Tommi Crocs, af hverju?

„Þar sem að Finnur Tómas mætti á EM U21 leik gegn Frakklandi í hvítum crocs-skóm er það orðið hans nickname hérna hjá Norrköping, Tommi crocs - og skýrði ég liðið mitt fallega í höfuðið á honum: FC Tommi Crocs.”

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner