Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rapinoe útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta
Megan Rapinoe er lykilamaður í landsliði Bandaríkjana.
Megan Rapinoe er lykilamaður í landsliði Bandaríkjana.
Mynd: Getty Images
Megan Rapinoe, sem var valin besta fótboltakona í heimi á síðasta ári, er ekki mikill aðdáandi Donald Trump, forseta Bandaríkjana.

Rapinoe hefur verið mikil talskona fyrir réttindum fótboltakvenna, en bandaríska kvennalandsliðið hefur staðið í málaferlum við bandaríska knattspurnusambandið síðustu ár. Kvennalandsliðið, sem hefur náð mögnuðum árangri, vill fá jafmikið borgað og karlaliðið, sem hefur ekki náð eins góðum árangri.

Rapinoe gagnrýnir Donald Trump og hans stjórnarhætti harðlega. Hún kallar hann „hvíta þjóðernissinna". Hún útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta.

„Ef ég býð mig fram í eitthvað þá vil ég stærstu og mestu stöðuna. Ef ég verð forseti þá mun ég velja með mér fólk sem er klárara og hæfara en ég til að gera hlutina. Ég er vanhæf til að gegna hvaða stöðu sem er í ríkisstjórn, en ég er með mikla auðmýkt og ég get sagt: 'Þú ert klárari, þú gerir þetta, þú gerir þetta og þú gerir þetta'," segir Rapinoe.
Athugasemdir
banner
banner
banner